Umfjöllun Kristjáns Más um Skriðuland í Saurbæ

0
1485

saemundurkristjanssonÍ kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í kvöld fjallaði Kristján Már Unnarsson fréttamaður um þjóðvegasjoppuna Skriðuland í Saurbæ eins og hún er kölluð í fréttinni.

Verslunin  Skriðuland lokaði um síðustu áramót þar sem þáverandi rekstraraðili fór í gjaldþrot eins og fram kemur í umfjöllun Kristjáns.  Við lokun verslunarinnar að Skriðulandi töpuðust því miður mikilvæg störf sem meðal annars skólafólk úr Saurbæ hefur notið góðs af í gegnum tíðina.Nú er bara að sjá hver verður fyrstur til að koma auga á þá möguleika sem eru í rekstri verslunar á staðnum en Skriðuland hefur verið áningarstaður margra í gegnum árin og öruggt er að hún muni verða það áfram og nýjir gestir um þjóðvegi Dalanna geri Skriðuland að áningarstað sínum er verslun opnar þar á ný.

Horfa á frétt Kristjáns um Skriðuland.