Vorhátíð Silfurtúns 2013

0
1431

vorhatidsilfurtun2013Laugardaginn 8.júní 2013 var haldin vorhátíð dvalarheimilisins Silfurtúns í Búðardal. Boðið var uppá grillaðar pylsur og hamborgara ásamt kaffi og með því. Þá komu fram ungir og upprennandi tónlistarmenn úr Dölum og sungu og spiluðu.

Einnig spilaði harmonikufélagið Nikkólína og félagar úr kór eldri borgara í Dalabyggð tóku nokkur lög. Á meðan á þessu stóð gat yngsta kynslóðin fengið að setjast á hestbak og látið teyma sig hring á túninu fyrir framan Silfurtún. 

vorhatidsilfurtun2013-2Hlýtt var í veðri þennan dag þó sólin hafi ekki látið sjá sig og var ekki annað að sjá en að heimilisfólk að Silfurtúni hafi verið ánægt með daginn.

Sjá myndband frá vorhátíðinni hér fyrir neðan.