Gleðilegan þjóðhátíðardag

0
1026

raggibjarnadalabudKæru Dalamenn og aðrir landsmenn.

Til hamingju með daginn.

Hátíðarhöld verða í dag í Búðardal og Saurbæ að venju. Safnast verður saman við dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal klukkan 14:00 þar sem börnin fá fána og blöðrur.

Gengið verður að Dalabúð þar sem fram fer hefðbundin hátíðardagskrá, ávarp fjallkonunnar, hátíðarræða og hoppukastalar verða á staðnum fyrir börnin.

Síðdegiskaffi verður svo í Dalakoti.

Einnig minnum við á tónleika Ragga Bjarna með valinkunnum heimamönnum í Dalabúð klukkan 17:00 í dag. Einstakur viðburður sem þú skalt ekki missa af.

Smellið á myndina hér til hliðar til að sjá nánari upplýsingar um tónleikana.

Sjáumst hress og kát.

raggibjarna