Frá 17.júní í Búðardal

0
1034

17juniÞjóðhátíðardeginum 17.júní var vel fagnað af Dalamönnum og öðrum sem fjölmenntu í skrúðgöngu í Búðardal sem farin var frá dvalarheimilinu Silfurtúni og að túninu fyrir utan Dalakot.

Þar héldu fjallkonan og Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis ræður en að því loknu var boðið uppá kaffi og með því í Dalakoti. Á meðan hoppaði ungviðið í hoppukastala sem blásin hafði verið upp fyrir utan. Það var Eyþór Jón Gíslason sem stjórnaði dagskránni fyrir hönd hestamannafélagsins Glaðs.

Síðdegis var svo boðið uppá stórtónleika í Dalabúð með Ragnari Bjarnasyni í fararbroddi en ásamt honum komu fram Daladrengirnir Ríkharður Jóhannsson (Rikki í Gröf) á saxófón, Halldþór Þórðarson á harmoniku, Þorkell Cýrusson á gítar, Jónas Guðmundsson á bassa, Jón Benediktsson á harmoniku, Jóhann Ríkharðsson á trommur, Hilmar Óskarsson á gítar og Þorgeir Ástvaldsson sem spilaði á píanó og fylgdi Ragnari eftir í söng hans.

Búðardalur.is þakkar Ragnari Bjarnasyni kærlega fyrir að gefa sér tíma á þessum hátíðardegi til að kíkja í heimsókn í Dalina og skemmta gestum í Dalabúð. Einnig þökkum við Einari K.Guðfinnssyni forseta Alþingis fyrir komuna og fyrir að halda hátíðarræðu á þessum degi.  Ræðu Einars má nálgast hér fyrir neðan ásamt stuttu myndskeiði frá deginum.