Dalakot – viðtal við Pálma Jóhannsson

0
2303

dalakot1Dalakot er nýr gisti- og veitingastaður að Dalbraut 2 í Búðardal. Staðurinn hefur verið betur þekktur í gegnum árin sem Gistiheimlið Bjarg (Villapizza),  en nýjir eigendur ákváðu með kaupum sínum á húsnæðinu að endurnýja nafnið.

Það eru þau Pálmi Jóhannsson frá Hlíð í Hörðudal og Anna Sigríður Grétarsdóttir kona hans sem með miklum myndarskap hafa tekið til hendinni og opna nú nýtt gistiheimili og veitingastað með hlýlegu og glaðværu viðmóti sínu.

Pálmi var áður verslunarstjóri hjá Byko á Selfossi en ákvað að leita á vit nýrra ævintýra á æskuslóðum sínum ásamt nýrri tengdadóttur Dalanna, Önnu Sigríði Grétarsdóttur sem er bóndadóttir frá Seljavöllum undir Eyjafjöllum.

Við heimsóttum Dalakot á dögunum og hittum Pálma þar fyrir sem var í óða önn að mála glugga og lagfæra húsnæðið að utan. Við spjölluðum við Pálma í stutta stund, og má horfa á viðtalið við hann hér að neðan.