Velheppnuð ráðstefna var haldin í Dalabúð í gær þar sem margvíslegar hugmyndir voru viðraðar um framtíðarhlutverk Dalanna í ferðaþjónustu. Margar afar heillandi tillögur komu fram og var þeim safnað í pott sem unnið verður úr.
Ferðaþjónustan tútnar út og margfaldast í umfangi og kallar á aukna þjónustu,fleiri hugmyndir og fleira fagfólk. Það er ljóst að Búðardalur er orðinn að miðdepli Vesturlands hvað samgöngur varðar.
Eftir að Arnkötludalur eða Þröskuldar eru orðnir hin eina og sanna samgönguæð á Vestfirði hafa forsendur gjörbreyst í samgöngumálum. Fyrir þessu þarf að berjast í stjórnsýslunni annars gerist ekki neitt í málunum.