Hugmyndaflóð um betri Dalabyggð

0
947

hugmyndaflodÞað er fagnaðarefni að sveitastjórn Dalabyggðar kalli eftir hugmyndum um framtíðarskipulag og boði íbúa til fundar.

Velheppnuð ráðstefna var haldin í Dalabúð í gær þar sem margvíslegar hugmyndir voru viðraðar um framtíðarhlutverk Dalanna í ferðaþjónustu. Margar afar heillandi tillögur komu fram og var þeim safnað í pott sem unnið verður úr.

hugmyndaflod2Þetta er aðeins eitt skref í langri vegferð. Sumar tillögurnar eru langtímaverkefni einsog samgöngubætur og Laxdæla í öllum sínum myndum. Aðrar hugmyndir varða nærtækari starfsemi sem fyrir er eða „við bæjardyrnar“ einsog sagt er. Mönnum er ljóst að um margt standa Dalirnir á tímamótum í mörgu tilliti.
Ferðaþjónustan tútnar út og margfaldast í umfangi og kallar á aukna þjónustu,fleiri hugmyndir og fleira fagfólk. Það er ljóst að Búðardalur er orðinn að miðdepli Vesturlands hvað samgöngur varðar.

Hátt í 30 manns sóttu fundinn | Ljósm: Henný ÁrnadóttirUmferðin hefur rúmlega tvöfaldast síðan 2003 eða síðustu 10 ár og taka verður mið af því þegar talað er um þjónustustig og samgöngubætur.Það hefur ekki gengið eftir.

Eftir að Arnkötludalur eða Þröskuldar eru orðnir hin eina og sanna samgönguæð á Vestfirði hafa forsendur gjörbreyst í samgöngumálum. Fyrir þessu þarf að berjast í stjórnsýslunni annars gerist ekki neitt í málunum.