Þyrla sótti slasaðann mann við Laxá í Dölum

0
1040

thyrlaSamkvæmt fréttavef mbl.is nú fyrr í kvöld kemur fram að óskað hafi verið eftir þyrlu landhelgisgæslunnar að Laxá í Dölum vegna manns sem þar hafði slasast.

Þyrlan mun hafa verið á eftirlitsflugi yfir Vestfjörðum og Húnaflóa og mun hún hafa sótt manninn og flutt á Landspítalann í Fossvogi, en þyrlan lenti þar laust fyrir klukkan 21:00 í kvöld. Maðurinn mun ekki hafa verið í lífshættu.