Hugmyndir um að fækka sjúkrabifreiðum í Dölum

0
2144

sjukraflutningamennidolumVíða þarf að spara í samfélaginu um þessar mundir -það er skiljanlegt og nauðsynlegt þegar harðnar á dalnum. Þegar kemur hins vegar að grunnþjónustu samfélagsins þarf að gaumgæfa hlutina og beita ákveðinni forgangsröð.

Við Dalamenn þekkjum þessa atburðarás undanfarin misseri og tökum að sjálfsögðu þátt í verkefninu af heilum hug rétt eins og aðrir landsmenn. Búðardalur.is hóf göngu á sínum tíma þegar augljóst var að síðasti lögreglumaðurinn myndi hætta störfum í Búðardal og efndi til undirskriftarsöfnunar.

Viðbrögð voru gríðargóð og höfðu áhrif án þess þó að lyktir máls yrðu afgerandi. Nú hefur það flogið fyrir og heyrst í hornum stjórnsýslunnar að fækka eigi sjúkrabifreiðum í Dölum úr tveimur í eina, en báðar bifreiðarnar eru mjög vel tækjum búnar og vel við haldið.

Sjúkrabifreiðarnar tvær sem staðsettar eru í BúðardalMiðað við það víðfeðmi sem þjónustunni er ætlað að ná til er þetta ætlunarverk fásinna. Bílarnir báðir hafa gengt gríðarlega mikilvægu hlutverki og verið íbúum bráðnauðsynleg öryggistæki.

 

Við hittum hér fyrir Karl Inga Karlsson yfirmann sjúkraflutninga í Dalasýslu og spyrjum hann meðal annars um framtíð sjúkraflutninga í Dalasýslu.