7-9-13, réttir, giftingar, veislur og heimsóknir í Dölum í dag.

0
995

Screen Shot 2016-01-18 at 21.57.48Hjátrú margra felst í því að segja 7-9-13 og berja þrisvar í borð og þá helst úr viði. Eins og flestir sjálfsagt vita ber hina skemmtilegu dagsetningu 7-9-13 upp í dag.

Margt er um að vera í Dölum í dag og má þar helst nefna réttir í Ljárskógarétt og Tungurétt og Laxdæluhátíð þar sem Guðrún Ósvífursdóttir býður gestum heim til veislu að Laugum í Sælingsdal. 

Margar giftingar eru á landingu í dag og hafa nokkrir Dalamenn einnig ákveðið að ganga í það heilaga en fjórar giftingar eru áætlaðar í dag, þrjár í Hjarðarholtskirkju og ein í Kvennabrekkukirkju.

Þá mun Kvæðamannafélagið Iðunn koma í menningarferð í Dali í dag en dagskrá þeirra má finna hér.

Félag skógarbænda á Vesturlandi hafði áformað ferð með félagsmenn sína um Dali í dag en þeirri ferð hefur verið frestað til morguns þar sem spáð er rigningu og vindhraða upp á  13-20m/s vestanlands í dag.