Innbrotsþjófar á ferð í Búðardal í nótt

0
944

Screen Shot 2016-01-18 at 22.10.49Innbrotsþjófar voru á ferð í Búðardal í nótt en þeir brutust inn í heilsugæsluna og útibú Lyfju sem staðsett er í heilsugæslunni, en þjófarnir lögðu á flótta eftir að viðvörunarkerfið í apótekinu fór í gang. Þessu greinir fréttavefur mbl.is frá fyrr í dag.

Þá er sagt að slóð hina grunuðu innbrotsþjófa hafi verið rakin yfir Bröttubrekku og yfir í Norðurárdal þar sem þeir hafi síðan verið handteknir á felustað þeirra.

Mennirnir munu vera á þrír Íslendingar á fertugs og fimmtugsaldri og með talsverðan brotaferil að baki.

Mennirnir munu verða yfirheyrðir þegar víman er runnin af þeim segir einnig í frétt mbl.is