Haustfagnaður FSD 2013 – Dagskrá

0
964

Screen Shot 2016-01-18 at 22.25.41Dagskrá haustfagnaðar Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu árið 2013 liggur nú fyrir, en hana má nálgast hér í viðhengi fyrir neðan.

Þá skal einnig sérstaklega minnst hér á Íslandsmeistaramót í rúningi sem fer fram á hátíðinni. Keppnin verður haldin sem fyrr í reiðhöllinni í Búðardal og hefst stundvíslega klukkan 14:00.

Ríkjandi rúningsmeistari frá árinu 2012 er heimamaðurinn Jóhann Hólm Ríkharðsson bóndi í Gröf í Laxárdal en spennandi verður að sjá hvort Jói nái að verja titilinn eða hvort nýr meistari verður krýndur í ár.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig til keppni hjá Jóni Agli í síma 867 0892 eða í tölvupóstfangið bjargeys@simnet.is fyrir 22.október næstkomandi.  Vegleg verðlaun verða í boði.

dreifibréf 2013 innansveitar