Vinir í bata – kynningarfundur

0
978

Screen Shot 2016-01-18 at 22.27.48Kynningarfundur á Vinum í bata verður haldinn í safnaðarhúsi Hjarðarholtskirkju næstkomandi fimmtudag 17. október kl 20:00.

Vinir í bata er hópur fólks sem tileinkar sér tólf sporin sem lífsstíl.  Andlegt ferðalag hefst á haustin og stendur fram á vor.  Trúnaður er mikilvægur í starfinu og ber öllum sem taka þátt að virða trúnaðinn.

Allt starfið miðar út frá því að gera einstaklinginn að betri manneskju og sporin styrkja sjálfsmynd einstaklingsins og hjálpa honum að skynja hvað gerir honum gott og hvað hefur slæm áhrif á líf hans.

Allir eru velkomnir á kynningarfundinn og munu hópar svo lokast fljótlega og almenn vinna hefst að fullu og mun verða í allan vetur.

Frekari upplýsingar um starfið er að finna inni á heimasíðunni www.viniribata.is og bókina fyrir starfið er hægt að fá í bókabúðum og í Kirkjuhúsinu.