Báðar sjúkrabifreiðar í Búðardal kallaðar út

0
1024

sjukrabifreidar2Eins og fram kom í fjölmiðlum í dag kviknaði eldur í bílskúr á Reykhólum í gærkvöldi. Talið var að tveir menn sem tóku þátt í slökkvistarfinu hefðu fengið snert af reykeitrun og voru þeir fluttir með tveimur sjúkrabifreiðum úr Búðardal á sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar.

Þykir þetta sýna enn og aftur hversu mikilvægt það er að hafa tvær sjúkrabifreiðar til staðar í Búðardal sérstaklega sökum þess hversu vegalengdir og tímalengd útkalla getur verið mikil.

Ummæli af gamla vef
Ummæli af gamla vef