Nýárskveðja frá Búðardalur.is

0
1318

aramotakvedja-630x354Búðardalur.is óskar Dalamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir innlitið á liðnu ári.

Það eru spennandi tímar framundan hjá Búðardalur.is en nú í janúar er stefnt að því að búið verið að klára nýtt útlit á vefnum sem á að verða mun aðgengilegra og einfaldara. Þá mun vefurinn aðlaga sig að öllum snjalltækjum svo sem farsímum og spjaldtölvum. Búðardalur.is mun verða á Twitter, Instagram, Vimeo og Facebook.

Þá er stefnt að því að vefurinn verði uppfærður oftar með nýju efni og nýjum fréttum eftir því sem við á.

Við leitum að áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á því að skrifa á vefinn um eitthvað sem tengist Dölunum á einhvern hátt.  Skrifin geta verið um hvað sem er, en dæmi um þetta væri, blogg, skrif um gamlar ljósmyndir, skrif um samfélagið, skrif um búskap, skrif um atvinnumál og samgöngur eða bara upprifjun gamala tíma svo eitthvað sé nefnt.

Á árinu 2014 fengum við 74.508 heimsóknir á vefinn sem er örlítið færri en árið 2013 en þá voru þær 80.055.

fanney binni billVinsælasta fréttin á árinu var umfjöllun okkar um hjónin Brynjólf Gunnarsson og Fanneyju Kristjánsdóttur en sú frétt bar fyrirsögnina ,Þrifu öll föt og farangur ferðafólksins, og hefur fréttin verið skoðuð 10.126 sinnum frá því hún birtist þann 17.júní 2014.

 

skerdingarnir3-kindurLjósmynd ársins á Búðardalur.is birtis nýlega eða þann 15.desember síðastliðinn. Það er ljósmynd sem tekin var af Jóni Agli Jóhannssyni bónda á Skerðingsstöðum þegar hann sótti þrjár kindur fram á Skeggjadal ásamt Hjalta Kristjánssyni bónda í Hólum. Ljósmyndina má finna hér.

Að lokum viljum við biðja lesendur okkar um að senda okkur ábendingar um efnistök, fréttir og hugmyndir að viðtölum við áhugaverða Dalamenn í dagsins önn.

Megi árið 2015 færa ykkur öllum gleði og hamingju.