Mikilvægt er að tengja Dalina sem fyrst

0
1966

toggihalli-632x356Ljósleiðaravæðingu hefur verið hrundið af stað hér á landi og er það vel .Þetta ætlunarverk ríkisstjórnarinnar sem kynnt var til sögunnar um sl.áramót má reyndar hiklaust flokka undir átaksverkefni því áætlaður tími til verkanna er aðeins 5 ár og skal ná til allra landshorna.

Á síðasta ári skipaði innanríkisráðherra nefnd sem skildi leggja línurnar í flóknu verki og gera áætlun um tilhögun og framgang verkefnisins. Samþætta þarf fjarskiptakerfi þau sem fyrir eru á hverjum stað og tengja ljósleiðaranum þar sem það á við. 

 Formaðurinn er Haraldur Benediktsson þingmaður og bóndi, sem kynnt hefur störf nefndarinnar undanfarið og búið er að veita 300 milljónum í verkefnið.Ljóst er að mikill áhugi er á þessum málum hjá mörgum sveitarfélögum og viljinn er einskær að það verði gengið rösklega til verks.

Öflug fjarskipti eru í raun orðin gríðarlega miklvægur þáttur í lífsgæðum nútímans og þar með eitt stærsta byggðamál á Íslandi. Skiptir miklu máli sé litið til þróunar búsetu í dreifbýlu landi.

Gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar kallar einnig ótvírætt á örugg fjarskipti og góð. Dalabyggð kom við sögu í störfum nefndarinnar og gæti sannarlega notið góðs af þessari tæknibyltingu ef rétt er á spilum haldið og brugðist við af krafti.