Snjóflóð lokaði veginum um Skarðsströnd

0
1318

snjoflod_hallaSnjóflóð féll úr hengju milli Heinabergs og Nýpur á Skarðsströnd í dag og lokaði þar veginum um tíma.

Snjóflóðið var um það bil 15 metra breitt og um 2,5 metrar á hæð þar sem það stóð hæst. Engan sakaði í flóðinu.

Að sögn Höllu Steinólfsdóttur bónda í Ytri-Fagradal sem tók meðfylgjandi ljósmyndir eru snjóflóð á þessum vegarkafla á Skarðsströnd árlegur atburður og hefur oft verið varasamt að fara þar um, til dæmis fyrir skólabílinn sem fara þarf þessa leið.

Búið er að opna veginn að nýju.