Þriðja snjóflóðið féll á veginn um Skarðsströnd

0
1093

snjoflod_grafaEnn eitt snjóflóðið féll á veginn við Heinaberg á Skarðsströnd og lokaði þar veginum í morgun þannig að skólabifreið sem aka þarf um veginn komst ekki leiðar sinnar annan daginn í röð.

Ekki er vitað hvenær flóðið féll á veginn en það hefur gerst einhverntímann í nótt. Leiðinda veður hefur verið í nótt og í morgun á Skarðsströnd og í Saurbæ.

Er þetta þriðja snjóflóðið sem fellur á veginn frá því síðastliðinn sunnudag.

Á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát ef þeir þurfi að fara um veginn og ekki vera þar á ferð nema brýna nauðsyn beri til.