Húsfyllir var á blótinu góð stemning að vanda. Dagskráin var nokkuð hefðbundin en meðal atriða í ár voru Karlakórinn Frosti og Þorrakórinn sem sungu nokkur lög undir stjórn Halldórs Þórðarsonar frá Breiðabólsstað.
Lesinn var annáll þar sem farið var yfir það helsta sem íbúar Fellsstrandar höfðu gert af sér á árinu, eða ekki gert, eða höfðu hugsað sér að gera. Einnig voru sýnd nokkur grínmyndbönd sem horfa má á hér fyrir neðan.
Að endingu var dansað, þar sem hljómsveit hússins spilaði fram á nótt.
Stjórn þorrablótsins klæddi sig upp í anda ABBA og dansaði og söng eins og eingin væri morgundagurinn.
Stjórnina í ár skipuðu þau Hrefna á Valþúfu, Jenny á Lyngbrekku, Jón Egill á Skerðingsstöðum og Lolli í Magnússkógum,ásamt Hörpu sem býr í Búðardal.