Öskudagurinn í Búðardal (myndband/myndir)

0
997

oskudagur2014Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Búðardal í dag og mátti sjá börn á öllum aldri úr Dölum á gangi milli fyrirtækja og stofnana í margvíslegum búningum.

Þar sungu krakkarnir fyrir starfsfólk og gesti og fengu annaðhvort sælgæti eða annann glaðning að launum. Það voru leikskólabörnin sem ruddu brautina fyrir hádegi á meðan eldri börnin voru í skólanum en hefðbundið skólastarf var í Auðarskóla í dag.

Það var einmitt þegar leikskólabörnin komu í heimsókn til starfsfólks HVE á Heilsugæslunni í Búðardal að við tókum upp myndskeið af þeim syngja fyrir starfsfólk Heilsugæslunnar og að launum fengu þau glaðning í poka.

Fyrir utan Heilsugæsluna fengum við síðan þessa flottu krakka til að stilla sér upp við hlið annarar sjúkrabifreiðarinnar í Dölum eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd.

Hefðbundnu skólastarfi lauk síðan um klukkan 13:00 en þá fóru eldri krakkarnir í slóð þeirra yngri og heimsóttu fyrirtæki og stofnanir með söng sínum.

Frá klukkan 17:00 til 20:00 var síðan öskudagsball í Dalabúð þar sem meðal annars kötturinn var sleginn úr tunnunni, eða pakkinn úr kassanum öllu heldur.

Hér fyrir neðan má sjá myndband og ljósmyndir frá deginum.