Íbúafundur að Hótel Vogi – myndskeið

0
1047

traustivbjarnasonMánudaginn 24.mars síðastliðinn fór fram íbúafundur að Hótel Vogi á Fellsströnd. Það var Trausti V.Bjarnason bóndi á Á í samstarfi við Guðmund Halldórsson eiganda Hótel Vogs sem boðuðu til fundarinns.

Fundarefnið var samgöngumál, raforkumál og fjarskiptamál.

Á fundinn mættu tæplega 100 manns en 93 aðilar skrifuðu nöfn sín í fundargerðarbók.  Fundarstjóri var Þórólfur Halldórsson sýslumaður í Keflavík og fundarritari var Sigrún Halldórsdóttir.

Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru Trausti V.Bjarnason frummælandi, Jónas Guðmundsson frá Rarik í Búðardal, Guðmundur Halldórsson hóteleigandi, Guðmundur Gunnarsson sérfræðingur í fjarskiptamálum, Magnús V.Jóhannsson frá Vegagerðinni, Sæmundur Kristjánsson frá Vegagerðinni í Búðardal, Björn Sverrisson frá Rarik, Haraldur Benediktsson alþingismaður, Einar K.Guðfinnsson alþingismaður og forseti Alþingis, Jóhanna María Sigmundsdóttir alþingismaður, Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður, Jóhannes Haukur Hauksson oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar ásamt fleirum.

Peningaleysi bar mikið á góma og var nefnt sem helsta ástæða þess að lítil von væri á miklum úrbótum í hagsmunamálum Dalasýslu í nánustu framtíð. Samgöngumál voru mikið rædd og kom meðal annars fram hjá Einari K.Guðfinnssyni alþingismanni að Dalasýsla hefði setið á hakanum í langan tíma hvað varðar fjármuni til vegagerðar. Hvað rafmagnsmálin varðar var rætt um að tryggja afhendingaröryggi með því að laga útsláttarkerfið, þannig að minni svæði yrðu úti ef til rafmagnsleysis kæmi. Þá var einnig rætt um bagalegt ástand margra bænda sem ekki hefðu þriggja fasa rafmagn.

Þá var rætt varðandi fjarskiptamálin að margir dauðir punktar væru á svæðinu sem væri mjög bagalegt með tilliti til öryggis og meðal annars fyrir ferðafólk

Hér fyrir neðan má sjá klippt myndskeið af fundinum sem gefur einhverja mynd af því hvað þar fór fram. Beðist er velvirðingar á lélegum mynd og hljóðgæðum að hluta í myndskeiðinu en notast var við farsímaupptöku vegna bilunar í búnaði.

Smellið á HD takkann niðri í hægra horninu á myndbandinu til að fá betri gæði.