Söfnuðu fyrir hjartahnoðtæki með tombólu

0
902

sjukraflutningamenn1Það má með sanni segja að vel hafi verið tekið í söfnun sjúkraflutningamanna í Búðardal fyrir sjálfvirka hjartahnoðtækinu Lúkasi.

Félagasamtök og stofnanir hafa lagt söfnuninni lið ásamt einstaklingum, ungum sem öldnum.

Nú á dögunum barst sjúkraflutningamönnum góð viðbót í söfnunina þegar þær stöllur Þórdís Ösp, Hafdís Inga og Edda Líf sem allar eru 10 ára gamlar héldu tombólu og gáfu afraksturinn til söfnunarinnar eða alls 5.000 krónur.

sjukraflutningamenn2Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá þær vinkonur afhenda þeim Skildi Orra Skjaldarsyni og Eyþóri Jóni Gíslasyni sjúkraflutningamönnum peningagjöfina.

Fallegt og göfugt framtak hjá þessum flottu vinkonum.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á að hægt er að leggja inn á eftirfarandi reikning: 

0312-13-110023 og kennitalan 530586-2359.

Reikningurinn er í eigu Lionsklúbbsins í Búðardal sem heldur utan um söfnunarféð.