Fimm ættliðir í beinan kvenlegg

0
1150

fimmaettlidirÞann 18. maí síðastliðinn var skírð í Hjarðarholtskirkju Bríet Erna Sturlaugssdóttir en hún er dóttir Anítu Rúnar Harðardóttur og Sturlaugs Eyjólfssonar.  Bríet litla er fimmti ættliðurinn í beinan kvenlegg í fjölskyldunni og var við það tilefni tekin meðfylgjandi ljósmynd.

 

Ættliðirnir fimm í aldursröð eru:

Sveinbjörg Ólöf Sigurðardóttir langalanga amma
Fædd : 7. Nóvember 1930.  Búsett á Sámsstöðum

Jófríður Anna Eyjólfsdóttir langamma
Fædd : 28. Desember 1953.  Búsett á Sámsstöðum
Eyrún Dögg Guðmundsdóttir amma
Fædd : 31. Júlí 1979.  Búsett  í Búðardal

Aníta Rún Harðardóttir móðir
Fædd : 12. Maí 1997.  Búsett í Búðardal

Bríet Erna Sturlaugsdóttir.
Fædd : 8. Apríl 2014  Búsett í Búðardal.

Á myndinni heldur langalanga amman á Bríeti.