Ferðamenn fengu sér sundsprett í Hvammsfirði

0
1692

sundihvammsfirdiÞessum erlendu ferðamönnum sem meðfylgjandi ljósmyndir náðust af hefur þótt hitinn af kvöldsólinni í Dölunum vera „of mikið af því góða“ en þeir köstuðu sér til sunds í Hvammsfirðinum nú fyrr í kvöld.

Af orðum þeirra að dæma sem ljósmyndari heyrði  þá segja, þá þótti þeim sundferðin góð en annar þeirra heyrðist segja á ensku „This is very nice“ eða „þetta er mjög gott„.

sundihvammsfirdi2Ekki er hægt að segja að Hvammsfjörðurinn hafi verið vinsæll sundstaður í gegnum tíðina eða sjósund stundað þar en þó hefur það gerst að ungir krakkar hafi stungið sér í sjóinn á mjög góðum sumardögum.