Selatalningar úr lofti við Búðardal

0
968

selatalning2Búðardalur.is fékk sendar á dögunum ljósmyndir sem teknar voru á farsíma í Búðardal þann 28.ágúst síðastliðinn.

Á ljósmyndunum má sjá hvar flugvél er flogið óvenjulega lágt við strandlengjuna framhjá þorpinu í Búðardal frá suðri til norðurs.

Einhverjir hefðu kunnað að halda að flugmaðurinn væri að brjóta reglur um flughæð en svo var ekki.

selatalningVið eftirgrennslan kom í ljós að umrædd flugvél var með heimild til lágflugs á þessum slóðum vegna selatalningar.