Allt er fertugum fært. Spjallað við Skjöld Orra Skjaldarson

0
1864

skjoldur2014Í smáum samfélögum í dreifðum byggðum landsins gegna einstaklingar oft mörgum hlutverkum og er það hið eðlilegasta mál.

Dalabyggð er eitt af þessum smáu samfélögum en þar eru margir einstaklingar sem gegna mörgum hlutverkum í dagsins önn.

Einn af þessum virku einstaklingum í Dalabyggð er Skjöldur Orri Skjaldarson kennari við Auðarskóla. Fyrir utan það að kenna við Auðarskóla er Skjöldur sjúkraflutningamaður, héraðslögreglumaður, hestamaður, söngvari og leikari svo eitthvað sé týnt til.

Skjöldur er fæddur þann 9.september 1974 og er hann því fertugur í dag. Skjöldur er fjölskyldumaður en hann er giftur Carolin Baare Schmidt frá Þýskalandi og eiga þau saman fjögur börn.

Við hittum Skjöld nú á dögunum og spjölluðum meðal annars við hann um þau störf sem hann sinnir hér í Dölum.

Allt er fertugum fært eins og segir í máltækinu og óskum Skildi Orra innilega til hamingju með fertugsafmælið.