Myndbönd af óveðrinu í Dölum vekja athygli

0
1030

oveduriholumStórhríð var í Dölum í dag og var öllu skólahaldi í Auðarskóla aflýst sökum veðursins en einnig var mikil ófærð. Vegir lokuðust víða, meðal annars á Bröttubrekku, Laxárdalsheiði og á Svínadal.

Rebecca Ostenfeld bóndi í Hólum í Hvammssveit ákvað að taka veðurofsann upp á myndband í morgun og sendi hún myndbandið til mbl.is.

Segja má að myndband Rebeccu hafi hitt í mark hjá lesendum mbl.is en fréttin með myndbandi hennar sem ber fyrirsögnina „Sturlaður stormur í Dalasýslu“ er mest lesna almenna fréttin á vefnum nú kl.22:00.

Screen Shot 2016-01-23 at 01.44.27Myndbönd Rebeccu birtust einnig á vefnum Vísir.is

Myndbönd Rebeccu má sjá hér fyrir neðan.