Í samtali við Halldór sagðist hann hafa farið inn Skeggjadal í þeim tilgangi að athuga hvort hann sæi nokkrar eftirlegukindur og eftir atvikum koma þeim í hús fyrir harðasta veturinn.
Halldór segist þá hafa séð umrædda kind ásamt lömbunum tveimur. Hann hafi getað nálgast þær það mikið að hann hafi séð að kindurnar tilheyrðu Hólum í Hvammssveit.
Úr varð að nágrannarnir Hjalti Kristjánsson bóndi í Hólum og Jón Egill Jóhannsson bóndi á Skerðingsstöðum í Hvammssveit fóru á vélsleðum til þess að sækja kindurnar.
Kindurnar voru nokkuð vel á sig komnar en þó nokkuð þungar af klaka og snjó enda búnar að vera úti í hríðarveðrinu undanfarið.