Óveður og rafmagnsleysi

0
1026

rafmagnsleysi_vedur-630x420Óveður hefur verið í Dölum í dag líkt og á öðrum stöðum á landinu. Þá var Bröttubrekku og Laxárdalsheiði lokað sökum ófærðar.

Rafmagn fór af aðveitustöðinni á Glerárskógaklifi rétt fyrir klukkan sex í kvöld og er því rafmagnslaust í Dalabyggð, en þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK.

Þá kemur fram að internet, sjónvarps og útvarpsnotendur geti fundið fyrir sambandsleysi samkvæmt upplýsingum frá Vodafone.

Þá er ekki hægt að komast inná vefmyndavél Búðardalur.is vegna rafmagnsleysis.

Ef þú átt myndir úr Dölunum í dag, sendu okkur þær endilega á budardalur@budardalur.is

Vegalokanir 25.1.2015