112 dagurinn í Dölum (myndir)

0
1085

1121-630x355112 dagurinn var haldinn um land allt í dag og einnig í Dölum og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna.

Rauði Krossinn í Dölum bauð gestum og gangandi uppá súpu, kaffi og velgjörðir sem fjölmargir Dalamenn, gestir og gangandi þáðu í húsnæði Björgunarsveitarinnar Óskar við Vesturbraut í Búðardal.

1122-444x250Þá buðu sjúkraflutningamenn uppá blóðþrýstings og blóðsykursmælingu sem fjölmargir, ungir sem aldnir þáðu.

Það er ekki sjálfsagt að lítið samfélag eins og í Dölum státi af þeim búnaði, menntun og þekkingu sem tiltæk er á svæðinu þegar kemur að neyðaraðstoð. Það er fyrst og fremst að þakka þeim áhuga og fórnfýsi þeirra einstaklinga sem bjóða sig fram í þau störf og hlutverk sem um ræðir.

1123-444x250En betur má ef duga skal og alltaf er hægt að gera góða hluti betri. Allir mun eftir söfnun sjúkraflutningsmanna í Dölum fyrir sjálfvirka hjartahnoðtækinu Lukas á síðasta ári sem tókst á ótrúlega skömmum tíma að safna fyrir, og ber þá sérstaklega að nefna aðkomu Kvenfélagsins Fjólunnar í Dalabyggð í því sambandi.

1124-444x250Nú er að fara í hönd söfnun á öðru tæki sem mun nýtast læknum og viðbragðsaðilum í Dalabyggð og verður sú söfnun kynnt hér á vefnum innan skamms.

Tökum öll þátt þegar kemur að nýrri söfnun og munum að margt smátt gerir eitt stórt. Öll gætum við þurft á því að halda að þurfa að hringja í 112 einn daginn.

1125-444x250

1126-444x250