Söngvari og söngkona ársins

0
1740

elmaroghannadora-630x492Íslensku tónlistarverðlaunin 2015 fóru fram í Silfurbergi í tónlistarhúsinu Hörpu í kvöld en hluti hátíðarinnar var sýndur á RÚV.

Segja má að Dalamenn geti verið stoltir eftir kvöldið þar sem tveir tónelskir Dalamenn hrepptu verðlaun á hátíðinni.

Þetta voru þau Hanna Dóra Sturludóttir sem hlaut titilinn söngkona ársins í flokknum Sígild og samtímatónlist og Elmar Þór Gilbertsson sem hlaut titilinn söngvari ársins í sama flokki.

Hanna Dóra hlaut titilinn fyrir hlutverk sitt í uppfærslu Íslensku óperunnar á verki Verdis, Don Carlo ásamt söng í söngleiknum ,Hér vex engin sítrónuviður.

Elmar Þór hlaut titil sinn fyrir hlutverk sitt í uppfærslu Íslensku óperunnar á Ragnheiði.

Búðardalur.is óskar þeim Hönnu Dóru og Elmari innilega til hamingju með titlana en bæði eru vel að þessu komin.

Ekki er svo ýkja langt síðan Búðardalur.is tók viðtöl við þau Hönnu Dóru og Elmar og má finna viðtölin við þau með því að smella á nöfn þeirra hér fyrir neðan.

Viðtal við Hönnu Dóru Sturludóttur

Viðtal við Elmar Þór Gilbertsson