Dularfull vera í norðurljósabúningi?

0
830

Ljósmyndarann Steinunni Matthíasdóttur eða Steinu Matt þarf vart að kynna fyrir Dalamönnum, en Steina hefur verið dugleg með myndavélarnar sínar í Dölum undanfarin ár.

Landslagsmyndir Steinu og ljósmyndir hennar af fólki bera vott um fagmennsku og gott auga fyrir rétta augnablikinu og rammanum.

Í gær náði Steina afar sérstakri ljósmynd sem hún tók af norðurljósunum sem dönsuðu yfir Búðardal.

Eða voru þetta bara norðurljós?

Var þetta eitthvað annað og meira í búningi norðurljósanna?

Dæmi hver fyrir sig.

Ljósmyndasíðu Steinu Matt á Facebook má finna hér.