Heyrst hefur af þónokkrum tjónum af völdum foks, bæði í Búðardal og í sveitunum í kring.
Þak fór af í heilu lagi af gömlu íbúðarhúsi í Miðdölum og þakplötur hafa fokið af nokkrum útihúsum í Laxárdal svo eitthvað sé nefnt.
Rafmagn fór af Dalabyggð í morgun en er nú komið á aftur á flestum stöðum.
Við leitum eftir óveðursmyndum úr Dalabyggð og óskum við vinsamlegast eftir því að fá sendar myndir á póstinn okkar budardalur@budardalur.is