Snjóbarinn eftir hefðbundið útkall í júní

0
1314

vefmyndavel2015-1Þær voru heldur betur óvenjulegar aðstæðurnar sem Hjörtur V.Jörundsson starfsmaður KM-Þjónustunnar í Búðardal lenti í fyrr í kvöld þegar hann var sendur upp á Steingrímsfjarðarheiði til þess að sækja fólksbifreið sem þar hafði verið ekið útaf.

Í samtali við Hjört sagði hann að veðrið hefði verið mjög slæmt þarna uppi líkt og um hávetur.  „Þetta var bara versta hríðarveður og í verstu hviðunum átti maður mjög erfitt með að athafna sig þar sem ísnálarnar börðu andlitið“

Hjörtur sagði fleiri ökumenn hafa verið í vandræðum á Steingrímsfjarðarheiði í kvöld og bifreiðin sem hann hafi sótt hafi ekki verið sú eina sem hafi verið utan vegar.

Meðfylgjandi ljósmynd er úr vefmyndavél okkar í Búðardal en þar sést bílaflutningabifreið KM-Þjónustunnar með umrædda bifreið á pallinum.

Þá eru hér fyrir neðan ljósmyndir úr vefmyndavélum Vegagerðarinnar sem sýna aðstæður á Steingrímsfjarðarheiði í kvöld.

Ekki margt sem minnir á júní á þessum myndum.

steingrfjardarheidi steingrimsfheidi