Andlát: Guðríður Guðbrandsdóttir

0
1270

gudridurDalakonan Guðríður Guðbrandsdóttir, sem hefur verið elst núlifandi Íslendinga síðan í ágúst árið 2011, lést að morgni 25.júní síðastliðinn, 109 ára og 33 daga gömul.

Þrjár aðrar konur hafa náð 109 ára aldri líkt og Guðríður. Guðríður var ein ellefu systkina og var sjötta í systkinaröðinni.

Guðríður var fædd að Spágilsstöðum í Laxárdal og bjó um áratugaskeið í Búðardal eða til þrítugs, en þá hún flutti til Reykjavíkur.

Foreldrar Guðríðar voru Guðbrandur Jónsson bóndi og Sigríður Margrét Sigurbjörnsdóttir. Guðríður var sjötta í röðinni í hópi 11 systkyna.

Eiginmaður Guðríðar var Þorsteinn Jóhannsson verslunarmaður en árið 1952 fluttust þau úr Búðardal suður til höfuðborgarinnar.
Þorsteinn lést árið 1985. Kjördóttir þeirra hjóna og lífsförunauta var Gyða Þorsteinsdóttir sem lést árið 2000. Fósturbörnin urðu tvö, þau Sigurður Markússon sem nú er látinn og Halldóra Kristjánsdóttir.
Árið 2012 heimsóttum við Guðríði og tókum hana tali. Viðtalið við Guðríði má sjá hér fyrir neðan.
Aðstandendur Búðardalur.is senda innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Guðríðar Guðbrandsdóttur vegna fráfalls hennar.