Leikbræður – 20 laga hljómdiskur

0
1172
Leikbræður - Bítlar Dalanna
Leikbræður - Bítlar Dalanna
Leikbræður - Bítlar Dalanna
Leikbræður – Bítlar Dalanna

Fyrir 70 árum var söngkvartettinn Leikbræður stofnaður. Það var í ferð Breiðfirðingakórsins um Breiðafjörð á Jónsmessunótt 1945.Þrir þeirra voru Dalamenn, þeir Ástvaldur Magnússon (f.1921) og Torfi Magnússon (f.1919) frá Fremri-Brekku í Saurbæ og Friðjón Þórðarson frá Breiðabólsstað á Fellsströnd en Gunnar Einarsson(f.1926) var Reykvíkingur,yngstur þeirra fjögurra.Leikbræður áttu farsælan söngferil næstu 10 ár og nutu handleiðslu þekktra tónlistarmanna þessa tíma svo sem Carl Billich sem einng hafði æft hinn fræga MA-kvartett sem einnig hafði Dalamann innanborðs eða Jón frá Ljárskógum.

Allir voru þeir Leikbræður gæddir fallegum náttúrurödum sem féllu afar vel saman en að auki var einn þeirra Friðjón ljómandi hagmæltur.Orti hann og þýddi marga teksta við lög kvartettsins.Hróður þeirra barst víða um land á sínum tíma,þeir komu víða fram á skemmtunum,héldu sjálfstæða konserta og fengu jafnan lofsamlega dóma.Alls voru gefin gefin út á hljómplötum 6 lög meðan þeir störfuðu og miklu síðar safnaði Svavar Gests upptökum kvartettsins saman og gaf út 13 laga hlljómplötu árið 1977.
Mörg lög Leikbræðra hafa lifað þessi 70 ár og enn þann dag í dag heyrast þau leikin í Ríkisútvarpinu.Í þessari 20 laga endurútgáfu sem nú er komin til sögunnar er að finna öll lögin sem komu út 1977 að viðbættum alls 7 “nýjum” lögum sem eru hljóðritanir úr safni Ríkisútvarpsins og hafa ekki komið út áður.Þeirra á meðal er “Erla góða Erla ” sem einmitt var fyrsta lagið sem sungið var á Jónsmessunótt forðum daga eða 1945 í söngferðalaginu afdrifaríka.
Þarna eru líka tveir dúettar (Gunnar og Ástvaldur) sem líklega aldrei hafa heyrst opinberlega.Þar með er nánast allt sem hljóðritað var með þeim Leikbræðrum komið á einn disk. Það er fyrirtækið Dalverk Búðardal sf sem gefur diskinn út en veg og vanda að útgáfunni eiga afkomendur Leikbræðra sem vilja með þessu framtaki halda minningu feðra sinna á lofti og hvetja til þess að hinn fágaði söngur þeirra félaga lifi áfram um ókomna tíð.