Spáð fárviðri á öllu landinu á morgun og annað kvöld

0
1021

belgingur-630x465Líkt og greint hefur verið frá í flestum ef ekki öllum miðlum í dag, varar Veðurstofa Íslands við fárviðri sem skellur á sunnanverðu landinu eftir klukkan 15 á morgun, mánudag. Eftir klukk­an 19 má svo bú­ast við ofsa­veðri eða fár­viðri um allt land. Með fylg­ir úr­koma og verður hún í formi snjó­komu og því má bú­ast við glóru­laus­um byl. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu Veðurstofu Íslands.

Í frétta­til­kynn­ing­unni kem­ur fram að langt suður í hafi sé lægð í mynd­un. „Hún dýpk­ar með ein­dæm­um hratt í nótt og er þrýst­ingi í miðju henn­ar spáð 944 mb seint annað kvöld og á hún þá að vera stödd suður af Reykja­nesi. Á þeirri stundu verður 1020 mb hæðar­hrygg­ur skammt N af Scor­es­bysundi á aust­ur­strönd Græn­lands og held­ur hann á móti lægðinni. Sam­an valda þessi tvö veðra­kerfi vind­styrk af styrk ofsa­veðurs eða fár­viðris yfir Íslandi,“ seg­ir í til­kynn­ing­u Veðurstofu Íslands. 

Svipað veður og gerði þann 3.febrúar árið 1991 sem oft er kallað Engihjallaveðrið en þar tókust bílar á loft í öflugustu hviðunum.

Vefmiðillinn Pressan.is greinir frá því í dag í samantekt úr DV frá árinu 1991 að milljarðatjón hafi orðið í veðrinu 1991. Aðeins er komið inná foktjón í Dalasýslu í þessari samantekt en hana má sjá hér fyrir neðan.

Úr DV árið 1991.

„Í Dalasýslu var símasamband í  lamasessi í gær og ekki vitað um  orsakir. Þak lyftist af og veggur féll  út í slökkvistöð í Búðardal og mikið  tjón varð á bænum Giljalandi. Þak  fauk í heilu lagi af hlöðu og þrír bílar heimilisfólks skemmdust. Í gær var  vitað um töluvert tjón á 5-6 bæjum  í Suðurdölum.“