Hlöðver Ingi Gunnarsson nýr skólastjóri Auðarskóla

0
3134

hlodveringiaudarskoli-630x473Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að ráða Hlöðver Inga Gunnarsson sem skólastjóra Auðarskóla en staðan var auglýst laus til umsóknar seint á síðasta ári.

Hlöðver Ingi mun taka til starfa í lok þessa skólaárs. Þetta kemur fram á vef Dalabyggðar, dalir.is.

Hlöðver Ingi hefur verið deildarstjóri Varmalandsdeildar Grunnskóla Borgarfjarðar frá 2012 og er í vetur settur skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar.

Fimm sóttust eftir stöðunni en þeir eru:

Haraldur Reynisson
Hlöðver Ingi Gunnarsson
Jón Einar Haraldsson
Valgeir Jens Guðmundsson
Þorkell Cýrusson

Búðardalur.is óskar Hlöðveri Inga til hamingju með ráðninguna og óskar honum velfarnaðar og velgengi í nýju starfi.