Engin lögregla í Dölum þegar brann í Saurbæ

0
1533

logrbifrborgarnesTöluvert hefur verið rætt um viðbrögð lögreglu í Borgarfirði og Dölum eftir atburði helgarinnar. Engin lögregla var í Dölum þegar eldur kom upp á Hótel Ljósalandi í Saurbæ ef marka má vef Ríkisútvarpsins í dag en þar var slegið upp fyrirsögninni „Engin lögregla í Búðardal þegar brann“ .

Þar er rætt um að lögreglan hafi ekki verið komin á staðinn þegar tilkynnt hafi verið um umræddan eld þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um ólæti við hótelið hálftíma fyrr. Ástæðan sé sú að lögreglan á Vesturlandi komi úr Borgarnesi yfir í Dali sem sé um klukkutíma akstur. Þó sé lögreglan með starfsstöð í Búðardal, sem sé í um 20 mínútna akstursfjarlægð, en hún hafi ekki verið mönnuð þessa nótt. Þetta kemur fram eins og fyrr segir á vef RÚV.

Í annari frétt um málið á vef Ríkisútvarpssins sem ber titilinn „Tvær klukkustundir í aðstoð lögreglu“ kemur fram að þrátt fyrir opinbera skemmtun, þorrablót Ungmennafélagsins Stjörnunnar í Saurbæ, hafi næsta lögregla verið í Borgarnesi annarsvegar og á Hólmavík hinsvegar. Forsvarsmenn þorrablótsins hafi hringt á lögreglu og óskað eftir aðstoð klukkan hálf fjögur, eftir að þorrablótinu lauk en illa hafi gengið að koma fólki út úr félagsheimilinu. Þeir hafi fengið þær upplýsingar um um tvær klukkustundir tæki fyrir lögregluna að koma á staðinn.

Í fréttinni er vitnað í Jón Inga Ólafsson sem var í þorrablótsnefnd en hann hringdi í Neyðarlínuna vegna ölvaðs manns, en hann hafi fengið þær upplýsingar að um tvær klukkustundir væri í næstu lögreglu.

Þá er vitnað í Theodór Þórðarson yfirlögregluþjón í Borgarnesi sem staðfestir að hringin Jóns Inga hafi ekki verið bókuð hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Hann segir að því miður birtis aðhald í akstri og yfirvinnu hjá lögreglunni í þessu sem og öðru. Hann segir að vilji lögreglunnar sé að hafa löggæslu í Dölunum eins góða og hægt er.

Þá var rætt við Jón Inga Ólafsson í þættinum Reykjavík Síðdegis í dag en viðtalið við Jón Inga má finna hér:Viðtalið við Jón Inga Ólafsson.

Eftir stendur spurningin hjá hinum almenna borgara í Dalabyggð hvort löggæslan þar sé ásættanleg eins og henni er fyrirkomið í dag?