Skógarstrandarvegur á samgönguáætlun

0
1687

Skógarstrandarvegur á samgönguáætlun:
Hinn mikilvægi vegarkafli milli Dalabyggðar og Snæfellsnes er nefnist Skógarstrandarvegur (Snæfellsnesvegur um Skógarströnd nr.54) hefur lengi setið á hakanum þegar kemur að fjárveitingu til viðhalds og uppbyggingar. En nú lítur út fyrir að breyting muni verða á.

Það kemur þó ekki endilega til af góðu en Skógarstrandarvegur hefur undanfarið verið talsvert í fréttum þegar kemur að umferðaróhöppum og slysum sem aðallega má rekja til aukinnar umferðar ferðamanna á svæðinu sem óvanir eru íslenskum holóttum sveitavegum.

Vegagerð í Dölum

1100 milljónir í endurbætur:
Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins í dag að samkvæmt nýrri tillögu að samgönguáætlun sem Ólöf Nordal innanríkisráðherra kynnti í lok september standi til að verja 1100 milljónum í endurbætur á veginum. 300 milljónum króna á árunum 2019-2022 og 800 milljónum króna á árunum 2023-2036.

Skógarstrandarvegur er ekki á samgönguáætlun 2015-2018 sem er enn til umræðu á Alþingi en þann 20.september lagði minnihluti umhverfis- og samgöngunefndar fram breytingartillögu um að fjármagni verði veitt í veginn á næstu tveimur árum.  Þá hefur sveitarstjórn Dalabyggðar farið fram á það við stjórnvöld að vegurinn fari hið fyrsta á samgönguáætlun.

Einn af þremur hættulegustu vegum landsins:
Í febrúar 2012 birtist viðtal við Þórodd Bjarnason prófessor í félagsfræði en hann hafði gert rannsókn ásamt Sveini Arnarssyni um hættulegustu vegi landsins litið til slysatíðni. Niðurstaða rannsóknarinnar var að Skógarstrandarvegur er einn af þremur hættulegustu vegum landsins. Greinina má lesa hér.

Rúmlega 30 óhöpp og slys:
Vegurinn er bæði mjög holóttur og illa farinn og auk þess er á honum tugur einbreiðra brúa. Talið er að allt að tífalt fleiri fari um veginn daglega en hann er hannaður til að bera þegar mest lætur.
Rúmlega 30 umferðaróhöpp og slys hafa orðið á þessum vegarkafla í ár þar sem kallaður var til dráttarbíll til að fjarlægja bíla. Auk þess hafa fleiri vegfarendur leitað sér aðstoðar vegna óhappa á veginum.

Um 30 umferðaróhöpp og slys hafa orðið á veginum í ár þar sem kallaður var til dráttarbíll til að fjarlægja bíla. Auk þess hafi fleiri vegfarendur leitað sér aðstoðar vegna óhappa á veginum.
Vegurinn er 60 kílómetra langur og liggur úr Helgafellssveit við Stykkishólm að minni Haukadals sunnan við Búðardal. Hann er þjóðvegur og er vinsæll hluti af hringleið um Snæfellsnes. Umferð hefur aukist mikið um veginn vegna mikillar fjölgunar ferðamanna.

Óskaði eftir að færa hámakrshraða niður í 50km/klst:
Í frétt á vef Skessuhorns frá því fyrr í haust kemur meðal annars fram að Níels Hermannsson lögregluþjónn í Búðardal hafi óskað eftir því við Vegagerðina að hámarkshraði á þessum vegarkafla yrði færður niður í 50 km/klst. Sjá frétt Skessuhorns.