Lukka og hugmyndavélin gerist í Búðardal

0
1631
Í nýútkominni barnabók Lukka og hugmyndavélin fer söguhetjan ásamt fjölskyldu sinni til bæjarins Smáadals.Þar gerast óvæntir atburðir og sumarfríið þar verður spennandi og eftirminnilegt.

Lukka er uppfinningastelpa og á sér hugmyndavél til að leysa málin.að kemur sér vel og er lykilatriði í lífinu en hvert er sögusviðið ?- hvar er Smáidalur ?

Hér er átt við Búðardal og ýmislegt í bókinni er til vitnis um það t.d. teikningar af húsum og nöfn. Höfundurinn er Eva Rún Þorgeirsdóttir jógakennari og rithöfundur.

Eva Rún Þorgeirsdóttir
Eva Rún Þorgeirsdóttir

Þetta er önnur bók hennar. Eva þekkir vel til staðhátta í Dölum. Hún er ættuð frá Breiðabólsstað á Fellsströnd og skyldmenni hennar hafa um langan aldur búið þar og í Búðardal og gera enn.

Maðurinn sem glæðir bókina lífi með vel gerðum fjörlegum myndum heitir Logi Jes Kristjánsson og er lögreglumaður að atvinnu.