Staðarhólskirkja

0
2773
Staðarhólskirkja

Staðarhóll er fornt setur höfðingja og kirkjustaður í mynni Staðarhólsdals í Saurbæ. Kirkjan er bændakirkja. Elzta heimild um kirkju að Staðarhóli eru frá því um aldamótin 1200.Núverandi kirkja var reist árið 1899 á nýjum stað við kirkjuhól og var vígð 3. desember sama ár. Hinn 17. febrúar 1981 fauk kirkjan af grunni og skemmdist verulega. Hún var endurbyggð í upprunalegri mynd. Yfirsmiður var Gunnar Jónsson, byggingarmeistari í Búðardal. Kirkjan var aftur tekin í notkun með hátíðarguðsþjónustu 5. september 1982.


Nánari upplýsingar um Skarðskrikju er að finna á kirkjuklukkur.is