Mikill sinubruni í Hvammssveit – hús í hættu.

0
1694

Mikill sinubruni er nú yfirstandandi í Hvammssveit í Dölum og hefur Slökkvilið Dalabyggðar verið kallað út.  Eldurinn mun vera í landi Ketilsstaða og munu einhver hús vera í hættu.

UPPFÆRT: 16:00
Sinueldurinn hefur verið slökktur en stór hópur slökkviliðsmanna frá Slökkviliði Dalabyggðar og björgunarsveitarmanna frá Björgunarsveitinni Ósk tóku þátt í slökkvistarfi. Talsvert landsvæði brann en slökkviliði tókst að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í nálæg hús. Eldsupptök eru ókunn.

Á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var nú fyrir skömmu yfir Hvammsfjörð má sjá reykinn sem kemur frá sinueldinum.

Það skal tekið fram að í upphafi fékk Búðardalur.is þær upplýsingar að eldurinn væri á Fellsströnd sem var ekki rétt en eldurinn mun hafa verið í landi Ketilsstaða í Hvammssveit og hefur nú réttilega verið leiðrétt.