Taktu mynd á jörfagleðinni og deildu á instagram með myllumerkinu #jorfagleði
Líkt og annað hvert ár verður Jörfagleðin haldin í ár með fjölmörgum viðburðum og uppákomum í Dalabyggð. Dagskrá hátíðarinnar í ár verður sem hér segir.

Miðvikudagur 19. apríl frá kl.8:00 – 17:00 / Opið hús hjá leikskólanum:
Gestum og gangandi verður boðið upp á kaffi og meðlæti allan daginn á leikskólanum í Búðardal. Fátt er betra en fagna sumarkomu og sól með leikskólabörnum.
Dalabúð kl.21:00 – Setning Jörfagleði – Þorrakórinn og Harmonikufélagið Nikkolína
Fimmtudagur 20.apríl (sumardagurinn fyrsti):
Eiríksstaðir kl.11:00 – UDN stendur fyrir 4 km hlaupi frá Eiríksstöðum að Jörva. Verðlaun og Powerade eru við endamarkið. Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir, hlaupandi sem gangandi.
Sauðafell kl.13:00-16:00
Bændurnir Finnbogi og Berglind á Sauðafelli bjóða í heimsókn í gamla húsið á Sauðafelli sem hefur nýlega verið gert upp á glæsilegan hátt. Húsið er frá árinu 1897. Nánar hér.
Dalabúð kl.19:30
Spurningakeppni Einars Jóns. Þrír eru í liði og skrá þarf liðin hjá Einari fyrir 19. apríl á netfangið einarjon@audarskoli.is eða í síma 893 9066. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri.
Föstudagur 21.apríl
Dalabúð litli salur kl.18:00
Hollvinafélag Dalabyggðar fundar í litla salnum í Dalabúð kl. 18. Margrét Jóhannsdóttir stjórnar fundinum og fer yfir starfsemi félagsins.
Kl.20:00
Víkingarnir þorðu, þorir þú?
Hvernig líður þeim sem hefur sett allt sem hann á á einn bát og lagt af sað í leit að betra lífi?Manni sem sér ekki lengur landið sem hann hefur lagt að baki og veit ekki hvernig landið sem hann er að leita að lítur út?Ein-söng-leikurinn Hvað er bak við ystu sjónarrönd fjallar um tilfinningaferðalag forfeðranna, landnámsmannanna. Voru þeir hugrakkir og stórhuga eða ringlaðir og fífldjarfir?Fylgst er með einum þeirra, Ísgerði, undirbúa ferðina yfir hafið, takast á við þær hættur sem þar bíða og berjast fyrir því sem hún telur rétt hverju sinni. Í sögunni er fléttað saman sögu Ísgerðar og gamalli íslenskri tónlist. Höfundur, sögumaður og söngkona er Svanlaug Jóhannsdóttir. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri.
Dalakot kl.23:00
DJ Maggi heldur uppi fjörinu fram á nótt. Aldurstakmark er 20 ár og aðgangseyrir 1000 kr.
Laugardagur 22.apríl
Laugar í Sælingsdal kl.10:00
Firmakeppni UDN í innanhúsknattspyrnu verður haldin á Laugum kl. 10. Liðin mega vera kynjablönduð, lágmarksaldur er 14 ára og að minnsta kosti fimm í hverju liði. Skráning er á netfanginu udn@udn.is. Sjá nánar hér.
Kl.10:00
Íþróttamót Hestamannafélagsins Glaðs – nánar á www.gladur.is
Jörvi opið hús kl.10:00 til 16:00
Bjarnheiður og Reynir bjóða þér í heimsókn að Jörva. Einnig verður listasýning á verkum Guðrúnar Tryggvadóttur.
Eiríksstaðir kl.13:00
Lifandi sögusýnig. Þarna getur þú séð hvernig Sigurður Jökulsson bóndi á Vatni tekur á móti ferðamönnum á Eiríksstöðum eins og landsfrægt er orðið.
Tjarnarlundur í Saurbæ kl.13:00
Davíðsmótið í bridge. Davíðsmótið er kennt við Davíð Stefánsson (1933-2015) bónda á Saurhóli. Skráning er hjá Guðmundi á netfanginu kjarlak@simnet.is eða í síma 434 1521. Mótsstjóri verður Þórður Ingólfsson. Þátttökugjald er 2.000 kr.
Dalabúð kl.16:00
Breiðfirðingakórinn fagnar 20 ára afmæli sínu í ár og af því tilefni heimsækir kórinn átthagana og býður Dalamönnum og öðrum gestum Jörvagleði til afmælistónleika í Dalabúð. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og samanstendur af upprifjun laga frá þessum 20 árum, en auk þess verður frumflutt glænýtt lag sem samið var sérstaklega í tilefni afmælisins og heitir Um átthaganna slóð. Aðgangur er ókeypis. Sjá nánar hér.
Dalabúð kl.20:00
DJ ball fyrir unglingana í Dalabúð. DJ Dagur og Helgi Fannar spila fyrir 11-13 ára kl. 20-21 og 14-18 ára kl. 20-22 í litla salnum í Dalabúð. Enginn aðgangseyrir. Foreldrafélag Auðarskóla sér um gæslu.
Dalakot kl.22:00 til 00:00
Happy hour. Aldurstakmark er 20 ár.
Dalabúð kl.23:00
Dansleikur með hljómsveitinni Meginstreymi. Aðgangseyrir er 3.000 kr og aldurstakmark er 18.ár. Sjá nánar hér.
Sunnudagur 23.apríl
Sauðafell kl.13:00-16:00
Bændurnir Finnbogi og Berglind á Sauðafelli bjóða í heimsókn í gamla húsið á Sauðafelli sem hefur nýlega verið gert upp á glæsilegan hátt. Húsið er frá árinu 1897. Nánar hér.
Dvalarheimilið Silfurtún kl.14:00
Kór eldri borgara, Glaðar raddir, syngur nokkur lög og harmonikufélagið Nikkolína spilar einnig á Silfurtúni kl. 14.
Dalabúð kl.20:00
Pörupiltar – Dóri Maack, Nonni Bö og Hermann Gunnarsson eru harðir í horn að taka en engu að síður óhræddir við að takast á við stórar spurningar um ástir og örlög, tilgang lífsins, heimspeki og daður. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri.