Spurningakeppni Dalamanna

0
2346
Sigurlið kvöldsins, Gullin, skipuðu þau Svana Hrönn, Hlöðver Ingi og Ásdís Kr. Melsted. Ljósm: Svanhvít Lilja

Síðast liðið fimmtudagskvöld fór fram spurningakeppni Dalamanna. Hefð er fyrir keppninni og síðustu ár hefur hún farið fram á Jörfagleði. Keppnin einkenndist af gleði, hlátri og drengskap. Umsjónarmaður keppninnar er Einar Jón.
Í ár voru tíu lið skráð til keppni. Sex lið fóru beint í átta liða úrslit en dregið var um hvaða fjögur lið kepptu um sætin tvö sem eftir voru. Þau lið sem kepptu um sætin tvö voru Fávís, Full langt gengið, Samkaup og Heilsugæslan. Svo fór að Fávís og Samkaup fóru áfram. Hér má sjá úrslit viðureigna.

Átta liða úrslit: 

Sigurliðið 5-3 Dalalausnir,

Jenny & co. 3-6 Sauðir,

Gullin 7-2 Anna Lísa & co.,

Samkaup 4-5 Fávís.

Undanúrslit:

Gullin 4-3 Sauðir,

Sigurliðið 6-7 Fávís.

Úrslit:

Gullin 7-4 Fávís.

Sigurlið kvöldsins, Gullin, skipuðu þau Svana Hrönn, Hlöðver Ingi og Ásdís Kr. Melsted. Óskum við þeim til hamingju með sigurinn.