Tekur þú myndir í sauðburðinum? #dalalamb

0
1737
#dalalamb Ljósm: Búðardalur.is

Nú er sauðburður víðast í fullum gangi í Dölum og um land allt. Af því tilefni langar okkur að reyna að fanga stemninguna úr fjárhúsum Dalanna með ykkar hjálp. Ef þú hefur tekið eða átt ljósmynd frá sauðburði einhversstaðar í Dölum þá langar okkur að fá að birta þá mynd. Það eina sem þú þarft að gera er að deila myndinni á instagram með myllumerkinu #dalalamb eða senda hana til okkar í netfangið budardalur@budardalur.is og við birtum hana fyrir þig. Ljósmyndin má vera gömul eða ný.

[instagram-feed hashtag=“#dalalamb“]