Í dag 23.maí 2017 var haldinn hjóladagur í grunnskóladeild Auðarskóla. Mörg barnanna mættu á hjólum, hlaupahjólum eða línuskautum og var mikið fjör. Veðrið lék við mannskapinn þó að sólina hafi vantað.

Fulltrúar frá Slysavarnadeild Dalasýslu settu upp hjólabraut sem börnin fengu að spreyta sig á og stilltu hjálma fyrir þau. Mikilvægt er að muna að hettur og húfur eru of þykkar til að hafa undir hjálmunum en buff er tilvalið undir hjálminn til að verja eyrun fyrir vindinum.

Slysavarnadeild Dalasýslu og Lionsklúbbur Búðardals gáfu börnum í 7.bekk hjálma. Eins og sjá má á myndinni að neðan voru þau hæst ánægð.
