Búðardalur Open

0
2328

Nýlega var opnaður frisbígolf völlur í Búðardal og hafa íbúar verið duglegir að nýta völlinn. Af því tilefni var efnt til fyrsta frisbígolf mótsins þann 17.júní síðastliðinn.
Ágætis þátttaka var á mótinu þrátt fyrir að íbúar hafi ekki haft langan tíma til að safna í reynslubankann.
Níu voru skráðir til leiks og sigurvegararnir voru Viðar Jóelsson og Dagný Viðarsdóttir.
Búðardalur.is óskar sigurvegurum og mótshöldurum til hamingju með vel heppnað mót.