Dalamenn byrja að snappa!

0
3310

Nú er loksins komið að því! Snappið fer í loftið á næstu dögum.

Hugmyndafræðin bak við þetta framtak er að fá að kynnast Dalamönnum og þeirra daglega lífi.
Hverjir geta verið með? Allir Dalamenn, brottfluttir eða nýfluttir, konur eða karlar, stórir eða litlir, gamlir eða ungir.

Hvernig virkar þetta? Flestir eru jú kunnugir smáforritinu Snapchat þar sem tekin eru upp stutt myndbrot og myndir og sett í svo kallaða sögu (story) eða beint á sérstakan einstakling. Hver einstaklingur verður með snappið í tvo til þrjá daga og eftir þann tíma getur hann útnefnt arftaka sinn eða við fundið þann sem tekur við.

Til hvers er þetta? Framtakið er fyrst og fremst hugsað til skemmtunar! En einnig gæti það orðið til fróðleiks og til að rifja upp gömul kynni, því allar líkur eru á að gamall skólafélagi eða nágranni taki að sér að snappa.

Búðardalur.is hefur fengið Torfa Sigurjónsson til að hefja snappið og við hvetjum ykkur til að bæta okkur við á vinalistann og fylgjast með, notendanafnið er: dalamenn

Ef þið hafið áhuga á að vera með endilega sendið okkur línu á facebook síðu okkar.

Áfram Dalamenn!