Jenny Nilsson snappar

0
1570

Jenny Ingrid Helena Nilsson getur stolt kallað sig Dalamann en hún bjó um árabil á bænum Lyngbrekku á Fellsströnd þar sem hún var með kúabú ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Hans Sigurðarsyni en þar bjuggu þau ásamt foreldrum Kristjáns þeim Sigurði Björgvin og Báru Hvammsfjörð.

Jenny og Kristján eru í dag búsett í Svíþjóð og þaðan snappar Jenny og sýnir okkur líf þeirra Kristjáns eins og það er í dag. Við þökkum Jenný fyrir að sýna okkur yfir til Svíþjóðar og vonandi fáum við að kíkja aftur til þeirra við tækifæri.

Þess má geta að Bára Hvammsfjörð tengdamóðir Jenny Nilsson heldur úti fróðlegri vefsíðu um búið að Lyngbrekku sem má skoða hér: Lyngbrekka.is