Þéttbýlishlið í Búðardal

0
2772

Mikil umræða hefur verið um umferðaröryggi og öryggi vegfarenda við Vesturbraut í Búðardal. Um það hefur verið fjallað hér á Búðardalur.is að stórir flutningabílar bruna oft hér í gegn sem og minni bílar líka. Virðist það vefjast fyrir fólki að hámarkshraðinn sé 50 km/klst.

Eitt af því sem hefur verið gert í öðrum bæjarfélögum til að hægja á umferð sem fer í gegn eru svokölluð þéttbýlishlið. Í frumdrögum um umferðaröryggi í Búðardal frá Vegagerð Ríkisins frá því árið 2014 má lesa um útfærslur af þessu hliði. Í drögunum má einnig finna ýmislegt sem nú þegar hefur verið gert til að bæta öryggi við Vesturbraut, drögin má lesa hér.

Hér má sjá eina útgáfu af þéttbýlishliði. Myndin er fengin af vef Vegagerðar Ríkisins hér: http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/nr/5011

Nú eru hafnar framkvæmdir við eitt slíkt hlið í Búðardal og mun umferðin vera leidd í gegnum hlið beggja vegna þegar komið er inn í þorpið.

Kristján Ingi umsjónarmaður framkvæmda hjá Dalabyggð mælir fyrir hliði sunnan megin.